Joan Micklin Silver
Joan Micklin Silver
Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Joan Micklin Silver er látin, 85 ára að aldri.
Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Joan Micklin Silver er látin, 85 ára að aldri. Silver ruddi brautina fyrir konur í kvikmyndagerð í Bandaríkjunum með kvikmynd sinni Hester Street frá árinu 1975 en í henni segir af fjölskyldu innflytjenda af gyðingaættum á Manhattan á tíunda áratug 19. aldar. Höfnuðu mörg kvikmyndaver myndinni þar sem hún þótti of „þjóðfræðileg“ og einnig vegna kyns hins væntanlega leikstjóra. Fór svo að Silver gerði myndina með fjármögnun eiginmanns síns. Þrátt fyrir óskarstilnefningu aðalleikkonunnar og meira en tífaldan gróða miðað við framleiðslukostnað vildu framleiðendur ekki heldur fjármagna næstu mynd Silver, Crossing Delancey , en þó kom Steven Spielberg henni til aðstoðar og Warner framleiddi á endanum. Skilaði sú mynd margföldum tekjum umfram kostnað.