Skorar Danny Ings sendir boltann í fjærhornið á snyrtilegan hátt í gær.
Skorar Danny Ings sendir boltann í fjærhornið á snyrtilegan hátt í gær. — AFP
Liverpool mátti sætta sig við annað tapið í ensku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili þegar meistaraliðið heimsótti Southampton í gærkvöldi. Danny Ings, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði eina mark leiksins strax á 2. mínútu.

Liverpool mátti sætta sig við annað tapið í ensku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili þegar meistaraliðið heimsótti Southampton í gærkvöldi. Danny Ings, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði eina mark leiksins strax á 2. mínútu.

Liverpool hefur þá ekki unnið í síðustu þremur leikjum í deildinni sem teljast nokkur tíðindi í ljósi velgengni liðsins síðustu árin. Liverpool er samt sem áður í efsta sæti með 33 stig eins og reyndar Manchester United sem á einn leik inni.

Southampton hafði ekki náð í sigur í síðustu leikjum en sýndi að liðinu er full alvara með að blanda sér í baráttuna í efri hlutanum. Liðið er með 29 stig í 6. sæti en liðin í 4.-7. sæti eru öll með 29 stig.

Einungis fjórum stigum munar sem sagt á liði í 7. sæti og efsta liðinu. Úrslitin gera kapphlaupið um titilinn því enn meira spennandi.