Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson — Þórir Tryggvason
Brynjar Björn Gunnarsson hefur gert nýjan samning við HK um að halda áfram þjálfun meistaraflokksliðs karla hjá félaginu í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Frá þessu er greint á heimasíðu HK. Brynjar hefur stýrt liði HK undanfarin þrjú ár.

Brynjar Björn Gunnarsson hefur gert nýjan samning við HK um að halda áfram þjálfun meistaraflokksliðs karla hjá félaginu í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Frá þessu er greint á heimasíðu HK.

Brynjar hefur stýrt liði HK undanfarin þrjú ár. Fyrst vann það sér sæti í úrvalsdeildinni og hefur síðan endað þar í níunda sæti undanfarin tvö ár og jafnað sinn besta árangur frá upphafi en áður hafði liðið endað í níunda sætinu árið 2007.

„Ég er mjög ánægður með að semja við HK í þriðja sinn. Það hefur gengið vel hjá okkur á undanförnum árum en enn er tækifæri til frekari uppbyggingar og bætingar,“ segir Brynjar Björn m.a. á heimasíðu HK.

Brynjar er 45 ára gamall og lék á sínum tíma 74 landsleiki fyrir Íslands hönd en hann var atvinnumaður í fimmtán ár, fyrst í Noregi og Svíþjóð en síðan í tólf ár á Englandi. Hann er uppalinn KR-ingur og lék með Vesturbæjarliðinu 1995 til 1997 og lauk ferlinum þar 2013.