— AFP
Stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta réðust inn í þinghúsið í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í gærkvöld til þess að stöðva staðfestingu öldungadeildarinnar á réttu kjöri Joes Bidens í embætti forseta.

Stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta réðust inn í þinghúsið í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í gærkvöld til þess að stöðva staðfestingu öldungadeildarinnar á réttu kjöri Joes Bidens í embætti forseta. Fresta þurfti þingfundi meðan þinglögreglan reyndi að rýma húsið með táragasi. Áhlaup óaldarseggjanna hófst eftir harðorða ræðu Trumps, þar sem hann sagðist aldrei myndu viðurkenna ósigur í forsetakosningunum, en hann hvatti mótmælendur síðar til að halda heim, þörf væri á friði, lögum og reglu. 34