Þýskaland Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þjóðverja.
Þýskaland Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þjóðverja. — Ljósmynd/@DHB_Teams
Þýska karlalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, er nánast öruggt með sæti í lokakeppni EM 2022 eftir sannfærandi útisigur gegn Austurríki í Graz í gær, 36:27.

Þýska karlalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, er nánast öruggt með sæti í lokakeppni EM 2022 eftir sannfærandi útisigur gegn Austurríki í Graz í gær, 36:27. Þjóðverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína og þyrftu að tapa þremur síðari leikjum sínum til að EM-sætið væri í hættu.

Marcel Schiller átti stórleik og skoraði 11 mörk fyrir Þjóðverja en Johannes Golla kom næstur með 4 mörk. Hjá Austurríki voru Boris Zivkovic og Sebastian Frimmel atkvæðamestir með 7 mörk hvor.