Daníel Bjarnason
Daníel Bjarnason
Verðlaunahátíð Grammy, sem fara átti fram 31. janúar, hefur verið frestað og ekki enn ljóst hvenær hún verður haldin. Ástæðan er að sjálfsögðu heimsfaraldur Covid-19.

Verðlaunahátíð Grammy, sem fara átti fram 31. janúar, hefur verið frestað og ekki enn ljóst hvenær hún verður haldin. Ástæðan er að sjálfsögðu heimsfaraldur Covid-19. Fleiri hátíðir sem haldnar eru að jafnaði snemma árs munu eflaust fylgja í kjölfarið og hefur Óskarsverðlaununum þegar verið frestað og verða þau afhent 25. apríl í stað 28. febrúar.

Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitarstjórinn Daníel Bjarnason eru tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir hljómplötuna Concurrence, í flokknum besti hljómsveitarflutningur og Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til tvennra verðlauna, annars vegar fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker og hins vegar útsetningu á laginu „Bathroom Dance“ úr sömu kvikmynd.