Fyndin Vala Kristín, Arnmundur Ernst, Júlíana Sara og Hilmar.
Fyndin Vala Kristín, Arnmundur Ernst, Júlíana Sara og Hilmar. — Mynd fengin af vef Símans
Í nýliðnu jólafríi gafst undirritaðri loks tækifæri til að sjá þáttaröðina Venjulegt fólk í leikstjórn Fannars Sveinssonar sem aðgengileg er í Sjónvarpi Símans Premium.

Í nýliðnu jólafríi gafst undirritaðri loks tækifæri til að sjá þáttaröðina Venjulegt fólk í leikstjórn Fannars Sveinssonar sem aðgengileg er í Sjónvarpi Símans Premium. Í hámhorfi var öllum 18 þáttum í fyrstu þremur þáttaröðum sporðrennt á aðeins tveimur dögum. Er ekki örugglega von á framhaldi?

Höfundar þáttanna eru auk Fannars leikstjóra Halldór Halldórsson (Dóri DNA), Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem er yfirhandritshöfundur. Þau ná að skapa áhugaverðar persónur sem okkur langar að fylgjast með og kynnast betur. Á sama tíma hafa þau frábært vald á frásagnarstílnum þar sem húmorinn felst oft í misskilningi og almennum vandræðagangi, eins og þegar persónur þora ekki að segja öðrum sannleikann. Höfundarnir eiga sérstakt hrós skilið fyrir hversu vel þeir treysta áhorfendum til að lesa í framvinduna og því er engu orði ofaukið. Leikhópurinn er vel valinn og gaman að sjá leikarana blómstra í gríninu. Þar fara auðvitað fremstar í flokki þær Vala Kristín og Júlíana Sara í hlutverki vinkvennanna sem allt snýst um. Þær fá góðan mótleik hjá Hilmari Guðjónssyni og Arnmundi Ernst Backman. Venjulegt fólk er dæmi um framúrskarandi íslenskt sjónvarpsefni. Meira svona, takk!

Silja Björk Huldudóttir

Höf.: Silja Björk Huldudóttir