Jeppar Spennandi sýning fyrir þá sem hafa áhuga á fjórhjóladrifnum bílum, segir Kristinn J. Einarsson sölustjóri.
Jeppar Spennandi sýning fyrir þá sem hafa áhuga á fjórhjóladrifnum bílum, segir Kristinn J. Einarsson sölustjóri. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Toyota á Íslandi býður til sýningar laugardaginn 9. janúar í Kauptúni í Garðabæ, á Selfossi, Akureyri og í Reykjanesbæ.

Toyota á Íslandi býður til sýningar laugardaginn 9. janúar í Kauptúni í Garðabæ, á Selfossi, Akureyri og í Reykjanesbæ. Fjórir fjórhjóladrifnir bílar verða í aðalhlutverki; Highlander Hybrid sem nú er frumsýndur á Íslandi, 70 ára afmælisútgáfa Land Cruiser , nýr Hilux með stærri vél og aukinni dráttargetu og RAV4 Hybrid og Plug in Hybrid sem njóta mikilla vinsælda.

Nýr Toyota Highlander Hybrid kemur nú á markað í fyrsta sinn í V-Evrópu og þar með á Íslandi. Highlander er stór sportjeppi með góða aksturseiginleika og mikið innanrými. Þá verður sýndur nýr Toyota Hilux með verulegum breytingum. Toyota Land Cruiser er nú 70 ára orðinn og kominn með endurbætta vél sem eykur afl og hröðun bílsins. Síðast eru nefndir Toyota RAV4 Hybrid og Plug in Hybrid sem hafa heldur betur slegið í gegn

„Þetta er spennandi sýning fyrir þá sem hafa áhuga á fjórhjóladrifnum bílum og það er sérstaklega gaman að fá Highlander í hópinn. Þetta er stór fjölskyldubíll og stærsti hybridbíllinn sem Toyota er með. Þetta og fleira eru tíðindi í jeppaheiminum,“ segir Kristinn J. Einarsson, sölustjóri hjá Toyota Kauptúni.