Stuðningur Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Kvennaathvarfinu og Páll Rafnar Þorsteinsson og Vilhjálmur Árnason frá Siðfræðistofnun.
Stuðningur Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Kvennaathvarfinu og Páll Rafnar Þorsteinsson og Vilhjálmur Árnason frá Siðfræðistofnun.
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hefur fært Samtökum um kvennaathvarf eina milljón króna að gjöf, til minningar um Viktor E. Frankl, höfund bókarinnar Leitin að tilgangi lífsins.

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hefur fært Samtökum um kvennaathvarf eina milljón króna að gjöf, til minningar um Viktor E. Frankl, höfund bókarinnar Leitin að tilgangi lífsins. Bókin var gefin út í íslenskri þýðingu árið 1997 á vegum Háskólaútgáfunnar og Siðfræðistofnunar. Frankl kaus að láta höfundarlaun renna til góðs málstaðar sem snertir velferð barna.

„Samtök um kvennaathvarf hafa um árabil sinnt þessu mikilvæga hlutverki af alúð gagnvart börnum sem búa við ofbeldi á heimilum sínum. Það er von stjórnar Siðfræðistofnunar að þessi gjöf geri samtökunum kleift að bæta aðstöðu sína og þjónustu við börn,“ segir í tilkynningu.