Seyðisfjörður Bær í sárum eftir hamfarirnar fáeinum dögum fyrir jólin.
Seyðisfjörður Bær í sárum eftir hamfarirnar fáeinum dögum fyrir jólin. — Morgunblaðið/Eggert
Nýju samstarfsverkefni fyrir uppbyggingu Seyðisfjarðar, eftir þær hamfarir sem urðu í bænum rétt fyrir jólin, hefur verið hleypt af stokkunum. Yfirskrift verkefnisins er Saman fyrir Seyðisfjörð .

Nýju samstarfsverkefni fyrir uppbyggingu Seyðisfjarðar, eftir þær hamfarir sem urðu í bænum rétt fyrir jólin, hefur verið hleypt af stokkunum. Yfirskrift verkefnisins er Saman fyrir Seyðisfjörð . Lítill hópur velunnara sem tengjast hátíðunum LungA og List í ljósi auk listamannasetursins Heima er nú að skipuleggja styrktartónleika þar sem einvalalið íslensks tónlistarfólks kemur fram, auk þess sem bryddað verður upp á fleiru skemmtilegu.

Styrktartónleikarnir verða haldnir sem streymi á netinu og allur ágóði mun renna til íbúa og samfélagsins á Seyðisfirði. Áformað er að tónleikarnir hefði haldnir nú í lok janúar og verður tilkynnt um nákvæma dagsetningu von bráðar. Rauði krossinn heldur utan um fjársöfnunina og sér um að útdeila þeim fjármunum er safnast í nánu samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu.

Í gær voru samfélagsmiðlar átaksins settir í loftið, en þar verður veitt einstök innsýn í líf íbúa Seyðisfjarðar auk tónlistarbrota og annars ágætis. Þeir sem leggja vilja málinu lið geta lagt inn á bankareikning 0342-26-000012 og kennitalan er

530269-2649