Skeljungur Strengur á 40%.
Skeljungur Strengur á 40%.
Mikil hækkun varð á bréfum í olíufélaginu Skeljungi í gær í Kauphöll Íslands, þegar bréfin hækkuðu um 7,57% í rúmlega 3,3 milljarða króna viðskiptum. Var gengi bréfanna í lok gærdagsins 9,8 krónur hver hlutur.

Mikil hækkun varð á bréfum í olíufélaginu Skeljungi í gær í Kauphöll Íslands, þegar bréfin hækkuðu um 7,57% í rúmlega 3,3 milljarða króna viðskiptum. Var gengi bréfanna í lok gærdagsins 9,8 krónur hver hlutur.

Eins og fjallað var um í ViðskiptaMogganum í gær lauk yfirtökutilboði Strengs hf. í hlutabréf í félaginu á mánudag, og samþykktu hluthafar sem eiga 2,56% hlutafjár tilboðið. Gengið sem boðið var í þeim viðskiptum var 8,315 krónur hver hlutur.

Eftir að yfirtökutilboði lauk var eignarhlutur Strengs rúm 40%.

Iceland Seafood hækkaði

Næstmesta hækkun gærdagsins í Kauphöllinni var á bréfum fisksölufyrirtækisins Iceland Seafood, eða 2,63% í 625 milljóna króna viðskiptum. Þriðja mesta hækkunin varð á bréfum útgerðarfélagsins Brims, 2,26% í 134 milljóna króna viðskiptum.

Mesta lækkun gærdagsins varð á bréfum TM, en þau lækkuðu um 1,97%.