Fyrirliði Arnór Þór Gunnarsson lék sinn 115. landsleik í gærkvöld.
Fyrirliði Arnór Þór Gunnarsson lék sinn 115. landsleik í gærkvöld. — Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Arnór Þór Gunnarsson, hornamaðurinn reyndi, var fyrirliði Íslands í leiknum gegn Portúgal í undankeppni EM í handknattleik í gærkvöld.
Arnór Þór Gunnarsson, hornamaðurinn reyndi, var fyrirliði Íslands í leiknum gegn Portúgal í undankeppni EM í handknattleik í gærkvöld. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti skömmu fyrir leikinn að Arnór hefði verið skipaður fyrirliði í þessum leik en Aron Pálmarsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla, bæði í EM-leikjunum og á HM í Egyptalandi. Þar með eru bræður fyrirliðar tveggja landsliða en Aron Einar bróðir Arnórs hefur verið fyrirliði knattspyrnulandsliðsins um árabil.