Opinberun ársins í myndlistinni var sýningin Í ljósmálinu með verkum Gunnars Péturssonar ljósmyndara í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin á verkum Sols LeWitt í Listasafni Reykjavíkur frábær.

Opinberun ársins í myndlistinni var sýningin Í ljósmálinu með verkum Gunnars Péturssonar ljósmyndara í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin á verkum Sols LeWitt í Listasafni Reykjavíkur frábær. Hrífandi var að sjá samankomin á Kjarvalsstöðum verkin sem Jóhannes Kjarval málaði í Frakklandi árið 1928. Sýningin Tíðarandi á verkum úr einkasafni Skúla Gunnlaugssonar í Listasafni Árnesinga var ánægjuleg og sýning á raunsæismálverkum, Allt sem sýnist , á Kjarvalsstöðum var mjög vel lukkuð. Samsýning Myndhöggvarafélagsins, Hjólið , í Grafarvogi bauð upp á fjölbreytileg upplifunarævintýri. Sú eina sýningaspyrða sem ég sá í Listasafninu á Akureyri var mjög góð (Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Heimir Björgúlfsson, Brynja Baldursdóttir) sem og árleg sýning Safnasafnsins og samsýningin Gæsahúð í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Og ónefndar eru enn margar minni en áhugaverðar sýningar sem glöddu á liðnu ári. efi@mbl.is