Eyðilegging Tíu hús á Seyðisfirði verða ekki endurbyggð í bráð.
Eyðilegging Tíu hús á Seyðisfirði verða ekki endurbyggð í bráð. — Morgunblaðið/Eggert
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á aukafundi í gær tillögu þess efnis að bannað verði að endurbyggja húsnæði á þeim lóðum sem urðu fyrir skriðuföllum í desember fyrr en hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í...
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á aukafundi í gær tillögu þess efnis að bannað verði að endurbyggja húsnæði á þeim lóðum sem urðu fyrir skriðuföllum í desember fyrr en hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum. Alls er um að ræða hús á tíu lóðum, þar af fimm íbúðarhúsalóðum. Tillagan var unnin í samvinnu við Náttúruhamfaratryggingar Íslands og felur hún í sér að þeir sem orðið hafa fyrir tjóni fái fullar bætur úr sjóðnum samkvæmt brunabótamati. Umrædd hús eru: Breiðablik, Framhús, Berlín, Dagsbrún, Sandfell, Silfurhöllin, Turninn, Skipasmíðastöð, Gamla skipasmíðastöðin og Tækniminjasafnið.