50 ára Jóna Heiðdís ólst upp í Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi en býr í Áshlíð í Hrunamannahreppi. Hún er iðjuþjálfi að mennt og vinnur á leikskólanum Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
50 ára Jóna Heiðdís ólst upp í Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi en býr í Áshlíð í Hrunamannahreppi. Hún er iðjuþjálfi að mennt og vinnur á leikskólanum Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jóna Heiðdís er djáknakandídat og sér um barnastarf í Hrunaprestakalli.

Maki : Þorbjörn Sigurðsson, f. 1969, loðdýrabóndi.

Börn : Ásbjörn Örvar, f. 1990, Telma Þöll, f. 1993 og Sandra Mjöll, f. 1996. Barnabörn eru Orri og Gunnhildur Ásbjörnsbörn.

Foreldrar : Guðmundur Sigurðsson, 1931, d. 2003, og Jóhanna Gústafsdóttir, f. 1942. Þau voru bændur í Hólmaseli og Jóhanna er búsett á Selfossi.