Jóhannes Ásbjörnsson fékk Covid í aðdraganda jóla og endaði á spítala. Hann mætti til þeirra Sigga Gunnars og Loga Bergmanns í Síðdegisþáttinn og deildi því með þeim hvernig það var að vera í tuttugu daga einangrun og fárveikur.
Jóhannes Ásbjörnsson fékk Covid í aðdraganda jóla og endaði á spítala. Hann mætti til þeirra Sigga Gunnars og Loga Bergmanns í Síðdegisþáttinn og deildi því með þeim hvernig það var að vera í tuttugu daga einangrun og fárveikur. Jóhannes segist hafa verið í fínu standi fyrir smitið, ónæmiskerfið gott og hann aldrei veikur. Hann viðurkennir að hann sé enn eftir sig í dag og að líklega verði hann aumur í einhvern tíma. Hann losnaði úr einangrun þann 20. desember eftir að hafa verið í tuttugu daga í einangrun og þar af ellefu daga virkilega veikur. Fjölskyldan gat því haldið jól en hvorugt þeirra fann bragð af jólamatnum. Viðtalið við Jóhannes má nálgast í heild sinni á K100.is.