Dómhús Hús Héraðsdóms Reykjaness við Linnetsstíg í Hafnarfirði.
Dómhús Hús Héraðsdóms Reykjaness við Linnetsstíg í Hafnarfirði. — Morgunblaðið/Ómar
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í vikunni karlmann til að greiða 1,3 milljónir króna í sekt fyrir fjölda umferðarlagabrota. Maðurinn var einnig sviptur ökuréttindum í tvo mánuði og honum gert að greiða um hálfa milljón króna í málskostnað. Var maðurinn...

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í vikunni karlmann til að greiða 1,3 milljónir króna í sekt fyrir fjölda umferðarlagabrota. Maðurinn var einnig sviptur ökuréttindum í tvo mánuði og honum gert að greiða um hálfa milljón króna í málskostnað.

Var maðurinn m.a. sakfelldur fyrir hraðakstur, fyrir að tala í síma undir stýri án þess að notast við handfrjálsan búnað, utanvegaakstur, fyrir að aka greitt inn á bílaplan og spóla bifreið sinni í nokkra hringi sem skildi eftir sig hjólför og reyk og fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum.

Alls var maðurinn ákærður fyrir að brjóta umferðarlög í 14 skipti á tímabilinu frá 19. ágúst 2019 til 2. október 2020 en dómurinn sýknaði hann af af tveimur ákæruliðum.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn var sektaður fyrir umferðarlagabrot í Danmörku í byrjun síðasta árs og sviptur ökuréttindum þar í landi í eitt ár.