Holland Lögreglumenn og mótmælendur tókust á um helgina.
Holland Lögreglumenn og mótmælendur tókust á um helgina. — AFP
Mark Rutte forsætisráðherra Hollands fordæmdi í gær það sem hann kallaði „glæpsamlegt ofbeldi“ í mótmælum á sunnudaginn, en lögreglan þurfti að handtaka um 250 manns og beita vatnsfallbyssum og táragasi til þess að leysa upp mótmæli gegn...

Mark Rutte forsætisráðherra Hollands fordæmdi í gær það sem hann kallaði „glæpsamlegt ofbeldi“ í mótmælum á sunnudaginn, en lögreglan þurfti að handtaka um 250 manns og beita vatnsfallbyssum og táragasi til þess að leysa upp mótmæli gegn útgöngubanni vegna heimsfaraldursins. Útgöngubannið er í gildi milli 9 á kvöldin og 4:30 á morgnana, en þetta er í fyrsta sinn frá stríðslokum sem hollensk stjórnvöld grípa til þess ráðs.

Óeirðaseggir brutust inn í búðir, kveiktu í bílum, auk þess sem reynt var að kveikja í skimunarstöð gegn veirunni. Sagði Rutte hegðun mótmælenda óásættanlega og að allt venjulegt fólk myndi horfa á atburði helgarinnar með hryllingi.