Costco Dæmi um beina erlenda fjárfestingu.
Costco Dæmi um beina erlenda fjárfestingu.
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir að erlend fjárfesting skipti mjög miklu máli er kemur að því að byggja upp nýjar og gamlar atvinnugreinar og geti stutt við flestan atvinnurekstur.

Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir að erlend fjárfesting skipti mjög miklu máli er kemur að því að byggja upp nýjar og gamlar atvinnugreinar og geti stutt við flestan atvinnurekstur. „Í þeirri stöðu sem við erum í núna vantar sárlega fjárfestingu, enda mikið atvinnuleysi. Það er til mikils að vinna að laða erlent fjármagn til landsins,“ segir Konráð.

Hann segir að þegar rofi til í faraldrinum og fé byrji aftur að flæða á milli landa, hljóti að myndast tækifæri í þessum efnum.

Bein erlend fjárfesting hefur síðustu misseri verið mjög lítil hér á landi sem hlutfall af landsframleiðslu og Ísland stendur nágrannalöndunum langt að baki, að sögn Konráðs.

Bein erlend fjárfesting í heiminum öllum dróst saman um 42% á síðasta ári, samkvæmt Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun, UNCTAD. Bein erlend fjárfesting í heiminum var 1,5 trilljónir Bandaríkjadala árið 2019, en var 859 ma. dala á síðasta ári. 12