Gunnel Lindblom
Gunnel Lindblom
Sænska leikkonan og leikstjórinn Gunnel Lindblom er látin 89 ára að aldri. Hún fæddist í Gautaborg þar sem hún hlaut sína leiklistarmenntun.
Sænska leikkonan og leikstjórinn Gunnel Lindblom er látin 89 ára að aldri. Hún fæddist í Gautaborg þar sem hún hlaut sína leiklistarmenntun. Frumraun sína á hvíta tjaldinu þreytti hún 1952 og í framhaldinu starfaði hún náið með Ingmar Bergman sem leikstýrði henni í sex kvikmyndum, þeirra á meðal Smultronstället (1957), Det sjunde inseglet (1957) og Tystnaden (1963). Lindblom starfaði hjá Dramaten frá 1968 til 2018 sem leikari og leikstjóri, en hún leikstýrði tæplega 30 uppfærslum.