Svíþjóð Elísabet var ekki tilbúin að láta af störfum hjá Kristianstad.
Svíþjóð Elísabet var ekki tilbúin að láta af störfum hjá Kristianstad. — Ljósmynd/KDFF
Elísabet Gunnarsdóttir verður ekki þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta staðfesti hún í samtali við fótbolta.net í gær.
Elísabet Gunnarsdóttir verður ekki þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta staðfesti hún í samtali við fótbolta.net í gær. Það virtist allt stefna í að Elísabet yrði næsti þjálfari liðsins en hún er samingsbundin Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni út tímabilið 2021. Forráðamenn KSÍ gerðu þá kröfu að Elíasbet myndi láta af störfum í Svíþjóð til að taka við landsliðinu. „Ég ber virðingu fyrir því að þau vilji ekki vera með þjálfara í tvöföldu starfi,“ sagði Elísabet meðal annars í samtali við fótbolta.net.