Spyrillinn Larry King ræddi við marga.
Spyrillinn Larry King ræddi við marga. — AFP
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Larry King er látinn, 87 ára að aldri. Covid-19 varð honum að aldurtila.

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Larry King er látinn, 87 ára að aldri. Covid-19 varð honum að aldurtila.

Samkvæmt The New York Times er talið að á þeim fimm áratugum sem King ræddi við fólk í útvarpi og sjónvarpi hafi hann átt samtöl við um 50 þúsund manns í ljósvakamiðlunum, allt frá forsetum til svikahrappa. Þekktastur varð hann sem stjórnandi þáttanna „Larry King Live“ á CNN-sjónvarpsstöðinni, langlífustu og vinsælustu þáttaraðar stöðvarinnar, en viðtalsþættina mátti sjá út um alla heimsbyggðina. Síðasta þætti Larrys Kings var sjónvarpað árið 2010.