Eldsvoði Kaldasel
Eldsvoði Kaldasel — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tvisvar á einum sólarhring var allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sent að sama einbýlishúsi við Kaldasel í Breiðholti.

Tvisvar á einum sólarhring var allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sent að sama einbýlishúsi við Kaldasel í Breiðholti. Fyrra útkallið barst um klukkan 6:40 í gærmorgun og seinna útkallið barst klukkan 20:10 en þá hafði kviknað í þaki hússins að nýju.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins getur eldur blossað aftur upp í brunarústum eftir stórbruna eins og þennan. Slökkvistarfi lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Einn var inni í húsinu þegar fyrst kviknaði í en hann komst út af sjálfsdáðum þegar slökkvilið bar að garði.

Húsið fékk nýlega nýja eigendur, að sögn Gunnars Hilmarssonar, aðalvarðstjóra lögreglustöðvarinnar við Dalveg.

Tækni- og rannsóknardeild lögreglu vann á vettvangi í gær en hennar vinnu þar er nú lokið. Nú vinnur deildin úr þeim gögnum sem aflað var í gær.

Myndin hér að ofan var tekin eftir að aftur kviknaði í húsinu í gærkvöldi. 2