Potturinn og pannan Unnar Steinn Hjaltason er stærsti eigandi VHE.
Potturinn og pannan Unnar Steinn Hjaltason er stærsti eigandi VHE. — Morgunblaðið/Eggert
Endanlegt frumvarp að nauðsamningi VHE liggur nú fyrir. Líkt og Morgunblaðið greindi frá í lok síðasta árs er það tillaga umsjónarmanns félagsins að kröfuhafar gangi að samningi um að fella niður 50% krafna sinna.
Endanlegt frumvarp að nauðsamningi VHE liggur nú fyrir. Líkt og Morgunblaðið greindi frá í lok síðasta árs er það tillaga umsjónarmanns félagsins að kröfuhafar gangi að samningi um að fella niður 50% krafna sinna. Í kjölfarið fái þeir greidd 10% eftirstöðvanna með peningum, eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að nauðasamningur kemst á og 40% í formi skuldabréfs sem afhent verði að jafn löngum fresti liðnum. Um sé að ræða óverðtryggð skuldabréf til sjö ára með 60 mánaðarlegum afborgunum sem verði með fyrsta gjalddaga tveimur árum eftir útgáfu þeirra. Samkvæmt samningnum munu þeir kröfuhafar sem eiga lægri kröfu en 100 þúsund krónur á VHE fá þær greiddar að fullu. Landsbankinn er viðskiptabanki VHE og hefur haft mest um niðurstöðu málsins að segja. Þá hefur bankinn beitt sér fyrir eignasölu út úr VHE og þannig hafa m.a. dótturfélögin Varmi og Vélaverk, Landvélar og Fálkinn verið seld til nýrra eigenda.