Vísindamenn við Háskólann í Árósum og við rannsóknarsjúkrahúsið í Árósum hafa greint erfðaafbrigði sem getur haft áhrif á hvort börn eigi erfitt með að hætta að væta rúmið þegar þau eldast.

Vísindamenn við Háskólann í Árósum og við rannsóknarsjúkrahúsið í Árósum hafa greint erfðaafbrigði sem getur haft áhrif á hvort börn eigi erfitt með að hætta að væta rúmið þegar þau eldast.

Flest börn hætta að væta rúmið við fimm eða sex ára aldur en það á ekki við um öll börn. Noctural enuresis (leggst út sem næturvæta á íslensku) er þegar börn væta rúmið sitt ítrekað eftir fimm ára aldur. Talið er að nætuvæta hrjái um 16% sjö ára barna en lítinn hluta eldri barna.

Næturvæta hefur áhrif á geðheilsu barns og sjálfstraust þess.

Erfðamengi um 3.900 danskra barna, sem greinst höfðu með NE, voru greind og borin saman við erfðamengi viðmiðunarhóps.

Greindir voru tveir erfðaþættir sem tengdir voru við NE, annar á litningi sex og hinn á litningi þrettán. Sérstaklega var genið PRDM13 á sjötta litningi skoðað en það er talið hafa áhrif á svefnmynstur. Tvö önnur gen voru sérstaklega skoðuð.

Niðurstöður vísindamannanna voru svo staðfestar með því að bera þær saman við erfðagögn úrtaks frá Íslenskri erfðagreiningu. Úrtak ÍE náði til 5.475 NE-tilfella og var borið saman við rúmlega 300.000 erfðamengi viðmiðunarhóps. Niðurstöður samanburðarins skutu styrkari stoðum undir niðurstöður dönsku rannsóknarinnar. Niðurstöðurnar gefa til kynna að ákveðin gen auki líkurnar á næturvætu en ekkert eitt gen veldur henni.