Heimaslóðir Kristján verður yfirmaður íþróttamála í Eskilstuna.
Heimaslóðir Kristján verður yfirmaður íþróttamála í Eskilstuna. — AFP
Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handknattleik og síðan þjálfari sænska karlalandsliðsins og þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen, er kominn til starfa á ný hjá sínu gamla félagi í Svíþjóð.
Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handknattleik og síðan þjálfari sænska karlalandsliðsins og þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen, er kominn til starfa á ný hjá sínu gamla félagi í Svíþjóð. Eskilstuna Guif tilkynnti í gær að Kristján hefði verið ráðinn íþróttastjóri félagsins en hann var í röðum þess sem leikmaður frá 18 ára aldri og þar til hann hætti að spila vegna alvarlegra meiðsla árið 2006. Þá tók hann við sem þjálfari liðsins og stjórnaði því með góðum árangri í níu ár.