Drjúgur Þórsarar réðu illa við Róbert Aron Hostert sem skoraði sjö mörk.
Drjúgur Þórsarar réðu illa við Róbert Aron Hostert sem skoraði sjö mörk. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Valur tyllti sér á toppinn í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, þegar liðið fékk Þór frá Akureyri í heimsókn á Hlíðarenda í fimmtu umferð deildarinnar í gær.

Valur tyllti sér á toppinn í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, þegar liðið fékk Þór frá Akureyri í heimsókn á Hlíðarenda í fimmtu umferð deildarinnar í gær.

Leiknum lauk með þriggja marka sigri Vals, 30:27, en Þórsarar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn og var staðan 27:27 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Róbert Aron Hostert var markahæstur Valsmanna með sjö mörk og Einar Baldvin Baldvinsson varði þrettán skot í markinu.

Hjá Þórsurum voru Valþór Atli Guðrúnarson og Ihor Kopyshynskyi markahæstir með sex mörk hvor. Valsmenn fara með sigrinum upp í efsta sæti deildarinnar í 8 stig en Þórsarar eru í tíunda sætinu með 2 stig.