Árdagar íslenskrar fornleifafræði – Rannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit er yfirskrift fyrirlesturs og leiðsagnar í Þjóðminjasafninu í hádeginu í dag kl. 12.
Árdagar íslenskrar fornleifafræði – Rannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit er yfirskrift fyrirlesturs og leiðsagnar í Þjóðminjasafninu í hádeginu í dag kl. 12. Hrönn Konráðsdóttir og Eva Kristín Dal, verkefnastjórar sýningarinnar „Saga úr jörðu – Hofstaðir í Mývatnssveit“, munu fjalla um rannsóknir á Hofstöðum á fyrri hluta 20. aldar og leiða gesti um sýninguna. Til að hægt sé að halda nándarmörkum verður takmarkað sætaframboð í fyrirlestrasal safnsins. Fyrirlestrinum verður streymt á teams – hlekkur er á heimasíðu og hann vistaður á youtuberás safnsins.