— Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
„Það er dálítið mikill snjór,“ sagði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

„Það er dálítið mikill snjór,“ sagði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hún sagði íbúa Akureyrar vera vana miklu magni af snjó á þessum tíma og þeir hefðu séð það svartara – eða jafnvel hvítara. Mikið snjóaði um helgina og í gær.

„Það eru allir að gera sitt besta að ryðja, það er gríðarlegt magn af snjó og þetta tekur allt tíma,“ sagði Ásthildur.

Þá sagði hún að allir ættu að komast til vinnu þrátt fyrir að fennt hefði yfir suma bíla. „Við höfum verið svo heppin að það er ekki búið að snjóa mikið það sem af er þessum vetri. Veður er eitthvað sem við ráðum ekki við og erfitt er að áætla. Það er ómögulegt að segja til um kostnað eins og er, reikningarnir koma bara um mánaðamótin,“ sagði Ásthildur.