Heildarvelta með hlutabréf á aðallista Kauphallarinnar nam 1.669 milljónum króna í gær. Mest var veltan með bréf Arion banka sem lækkaði um 4,15% í 287 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkuðu bréf Icelandair Group um 4,38% í 255 milljóna króna viðskiptum.
Heildarvelta með hlutabréf á aðallista Kauphallarinnar nam 1.669 milljónum króna í gær. Mest var veltan með bréf Arion banka sem lækkaði um 4,15% í 287 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkuðu bréf Icelandair Group um 4,38% í 255 milljóna króna viðskiptum. Eik fasteignafélag lækkaði um 1,09% í 238 milljóna króna viðskiptum og þá lækkaði Marel um 1,53% í 157 milljóna viðskiptum. Aðeins eitt félag hækkaði í viðskiptum gærdagsins, Origo. Bréf félagsins þokuðust upp um 0,13% í litlum sem engum viðskiptum. Þá stóðu bréf Brims í stað. Lækkun varð á öllum öðrum félögum, auk þeirra sem að ofan voru nefnd.