Sundhöllin Slysið átti sér stað þar.
Sundhöllin Slysið átti sér stað þar. — Morgunblaðið/Eggert
Andlát manns sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er rannsakað sem vinnuslys. Er það vegna þess að maðurinn var að störfum þegar andlátið átti sér stað. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á...

Andlát manns sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er rannsakað sem vinnuslys. Er það vegna þess að maðurinn var að störfum þegar andlátið átti sér stað. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn var með geðfatlaðan einstakling í liðveislu þegar andlátið átti sér stað. Er málið þess vegna á borði lögreglufulltrúa og rannsakað sem vinnuslys en ekki hjá miðlægri deild lögreglu. „Við fengum málið til okkar því hann var í vinnunni þar sem hann starfaði sem stuðningsfulltrúi,“ segir Jóhann Karl.

Í tilkynningu frá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar kemur fram að laugarverðir hafi verið á sínum stað í sal og turni Sundhallarinnar þegar slysið varð. Maðurinn er sagður hafa verið sex mínútur á botni laugarinnar. Lögregla hefur fengið sendar öryggisupptökur af atvikinu.