Indverskir embættismenn greindu frá því í gær að indverskir og kínverskir hermenn hefðu lent í skærum við landamæri ríkjanna í Himalaja-fjöllum, en ríkin greinir á um hvar þau eigi að liggja.

Indverskir embættismenn greindu frá því í gær að indverskir og kínverskir hermenn hefðu lent í skærum við landamæri ríkjanna í Himalaja-fjöllum, en ríkin greinir á um hvar þau eigi að liggja.

Skærur hafa reglulega brotist út á milli ríkjanna á landamærunum, en í júní í fyrra var greint frá því að minnst 20 indverskir hermenn hefðu látist í átökum við Kínverja.

Sagði í tilkynningu indverska hersins að einungis hefði verið um minni háttar atvik að ræða í síðustu viku og að það hefði verið leyst eftir áður samþykktum leiðum.

Fimm indverskir hermenn og 15 kínverskir munu hafa særst í skærunum, en kínverska utanríkisráðuneytið kannaðist ekkert við atvikið þegar spurt var um það.