Amanda Gorman
Amanda Gorman
Hið 22 ára gamla skáld, Amanda Gorman, skaust á stjörunhimin bandarískra bókmennta með áhrifaríkum flutningi á ljóði hennar, „The Hill We Climb“, við innsetningarathöfn Joe Bidens Bandaríkjaforseta og Kamölu Harris varaforseta í liðinni...

Hið 22 ára gamla skáld, Amanda Gorman, skaust á stjörunhimin bandarískra bókmennta með áhrifaríkum flutningi á ljóði hennar, „The Hill We Climb“, við innsetningarathöfn Joe Bidens Bandaríkjaforseta og Kamölu Harris varaforseta í liðinni viku.

Þrjár væntanlegar bækur Gorman stukku báðar efst á listann yfir pantaðar bækur á Amazon-vefnum – þótt tvær þeirra komi ekki út fyrr en í september. Penguin-útgáfan tilkynnti að ljóðið „The Hill We Climb“ muni fyrst koma út eitt og stakt í harðspjaldaútgáfu í vor en fyrsta ljóðabók skáldsins, sem mun bera sama heiti, kemur út í september og verður fyrsta upplag 150.000 eintök, sem er einstakt þegar ljóð ungskálds eiga í hlut. Sama dag kemur út myndskreyttur ljóðabálkur Gorman fyrir börn, Change Sings .