Tómlegt Gestur kvikmyndahússins Renoir í Madrid á Spáni var á dögunum aleinn í salnum en þó með grímu.
Tómlegt Gestur kvikmyndahússins Renoir í Madrid á Spáni var á dögunum aleinn í salnum en þó með grímu. — AFP
Þau bíóhús sem opin eru geta aðeins selt í hluta sæta sinna vegna Covid-19 og framboðið hefur verið heldur lítið af kvikmyndum til sýninga í tæpt ár vegna farsóttarinnar.
Þau bíóhús sem opin eru geta aðeins selt í hluta sæta sinna vegna Covid-19 og framboðið hefur verið heldur lítið af kvikmyndum til sýninga í tæpt ár vegna farsóttarinnar. Þegar hefur verið tilkynnt um fjölda frestana á frumsýningum á árinu og á vefnum Vulture hafa þær verið teknar saman í stafrófsröð. Og enn munu eflaust einhverjar bætast við. Af þeim sem frestað hefur verið má nefna Avatar 2 (frestað frá des. 2021 til des. 2022), The Batman (frá 25. júní til 1. okt. 2021), Bios (frá 16. apríl til 13. ágúst 2021), F9 (frá 2. apríl til 28. maí), The French Dispatch (frestað um óákveðinn tíma), Ghostbusters: Afterlife (frá 5. mars til 11. júní 2021), The King's Man (frá 12. mars til 20. ágúst 2021), Mission: Impossible 7 (frá 23. júlí til 19. nóv. 2021) og síðast en ekki síst Bond-myndin No Time To Die , frá 2. apríl til 8. okt. 2021.