Alberto Grimaldi
Alberto Grimaldi
Ítalski kvikmyndaframleiðandinn Alberto Grimaldi er látinn, 95 ára að aldri. Grimaldi fæddist í Napolí árið 1925 og nam lögfræði áður en hann sneri sér að kvikmyndaframleiðslu. Hann stofnaði eigið fyrirtæki, Produzioni Europee Associati eða P.E.A.
Ítalski kvikmyndaframleiðandinn Alberto Grimaldi er látinn, 95 ára að aldri. Grimaldi fæddist í Napolí árið 1925 og nam lögfræði áður en hann sneri sér að kvikmyndaframleiðslu. Hann stofnaði eigið fyrirtæki, Produzioni Europee Associati eða P.E.A. árið 1961 og fyrsta kvikmyndin sem hann framleiddi var spænski vestrinn Cabalgando hacia la muerte . Fyrsti spagettívestrinn sem hann framleiddi var I due violenti frá árinu 1964 en þekktasti vestrinn var þó The Good, the Bad and the Ugly með Clint Eastwood í aðalhlutverki. P.E.A. varð þekkt af því að framleiða hasarmyndir fyrir lítið fé en af dýrari myndum sem Grimaldi framleiddi má nefna The Gangs of New York eftir Martin Scorsese. Ferill Grimaldi spannar 40 ár og framleiddi hann yfir 80 kvikmyndir í Evrópu og Bandaríkjunum.