Þórir Erlings var í viðtali í morgunþættinum Ísland vaknar þar sem hann ræddi um Hengil Ultra. Keppnin byrjar 4. júní en þá verða 160 og 106 kílómetrarnir ræstir. Daginn eftir fara svo af stað fimm, tíu og fimmtíu og þrír kílómetrarnir.
Þórir Erlings var í viðtali í morgunþættinum Ísland vaknar þar sem hann ræddi um Hengil Ultra. Keppnin byrjar 4. júní en þá verða 160 og 106 kílómetrarnir ræstir. Daginn eftir fara svo af stað fimm, tíu og fimmtíu og þrír kílómetrarnir. Hann segir enn hægt að skrá sig í fimm, tíu og fimmtíu og þriggja kílómetra hlaupin inni á heimasíðu Víkingamótaraðarinnar og á Hengill Ultra. Stemningin og náttúran sé það sem fólk sæki aðallega í í keppnum sem þessari. Viðtalið við Þóri má nálgast í heild sinni á heimasíðu K100.is.