Kröfuganga Verkalýðshreyfingin ætlar að halda baráttumálum á lofti.
Kröfuganga Verkalýðshreyfingin ætlar að halda baráttumálum á lofti. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Verkalýðshreyfingin ætlar ekki að sitja þegjandi hjá í aðdraganda þingkosninganna í haust heldur berjast fyrir áherslumálum sínum og gera sig gildandi í kosningaumræðunni.

Verkalýðshreyfingin ætlar ekki að sitja þegjandi hjá í aðdraganda þingkosninganna í haust heldur berjast fyrir áherslumálum sínum og gera sig gildandi í kosningaumræðunni. „Við erum að undirbúa okkur undir kosningarnar og hvaða áherslur verkalýðshreyfingin mun vera með í aðdraganda þeirra,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Við þurfum að bregðast við í aðdraganda kosninganna og verkalýðshreyfingin þarf að leggja áherslu á sín baráttumál sem hún vill að næsta ríkisstjórn setji á oddinn. Við vonumst til þess að flokkarnir muni taka þau mál á sína stefnuskrá. Þetta er eins og alltaf hefur verið gert að verkalýðshreyfingin reynir að gera sig gildandi með sín áherslumál í aðdraganda kosninga,“ segir hann.

Kosningarnar fara fram 25. september. Endurskoðun kjarasamninga ber upp á sama tíma og á að vera lokið fyrir septemberlok. Vinnur verkalýðshreyfingin að því að ná í gegn málum gagnvart stjórnvöldum. omfr@mbl.is