Söngkonan Bríet kemur fram á fyrstu tónleikum ársins í Stapa í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ sem haldnir verða á morgun, fimmtudag, klukkan 20.
Söngkonan Bríet kemur fram á fyrstu tónleikum ársins í Stapa í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ sem haldnir verða á morgun, fimmtudag, klukkan 20. Vegna fjöldatakmarkana verða hundrað miðar seldir fyrir fullorðna og hundrað fyrir börn fædd árið 2005 eða síðar og þurfa gestir að bera grímu og sitja í númeruðum sætum. Bríet hefur notið mikilla vinsælda hér á landi allt frá því fyrsta breiðskífa hennar, Kveðja, Bríet, kom út í fyrra. Bríet mun á tónleikunum koma fram með gítar- og munnhörpuleikara og er athygli vakin á því að framvísa þarf skilríkjum við inngang til að sýna fram á að miðategund stangist ekki á við aldur gests. Miðasala fer fram á vefnum tix.is.