Mette Fredriksen
Mette Fredriksen
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Frumkvæði forsætisráðherra Danmerkur kallaði á þennan pistil Páls Vilhjálmssonar:

Frumkvæði forsætisráðherra Danmerkur kallaði á þennan pistil Páls Vilhjálmssonar:

Svokallaðir hælisleitendur eru oft ekki í leit að nýju heimili vegna óbærilegra aðstæðna heima fyrir heldur að þjónustu og/eða starfsmöguleikum sem hælisríkið veitir.

Meintir hælisleitendur eru trúir heimkynnum sínum og menningararfleifð og aðlagast illa vestrænum siðum og háttum.

Margvíslegur vandi fylgir stórflutningi fólks milli landa undir formerkjum hælisþjónustu.

Aðkomumenn telja sig í fullum rétti að iðka sína trú og siði í viðtökulandinu undir formerkjum fjölmenningarsamfélagsins.

Af því leiðir að þeir verða ekki hluti af samfélaginu sem veitir hæli enda stendur það ekki til – hæli er ekki heimili.

Heimamenn á hinn bóginn horfa upp á samfélag sitt verða sér framandi. Þar sem áður var kunnugleg menning er orðin illskiljanleg fjölmenning.

Danir átta sig á þessu vonum seinna. Er ekki kominn tími til að Íslendingar kveiki á perunni?“

Vandinn á Fróni er fyrst og síðast sá að leyfa ekki umræðuna. Fyrr sést ekki glæta.