Marjorie Taylor Greene
Marjorie Taylor Greene
Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í fyrrakvöld að svipta bæri Marjorie Taylor Greene rétti sínum til að sitja í nefndum á vegum deildarinnar, en hún hefur vakið athygli fyrir stuðning sinn við umdeildar samsæriskenningar, sem kenndar...

Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í fyrrakvöld að svipta bæri Marjorie Taylor Greene rétti sínum til að sitja í nefndum á vegum deildarinnar, en hún hefur vakið athygli fyrir stuðning sinn við umdeildar samsæriskenningar, sem kenndar eru við QAnon. Þá hafði Greene áður en hún var kjörin þingmaður sett „like“ á Facebook-síðu sinni við yfirlýsingar um að skjóta ætti Nancy Pelosi, forseta deildarinnar.

Ellefu repúblikanar snerust á sveif með meirihluta demókrata í málinu, en flestir þingmenn repúblikana mótmæltu ákvörðuninni á þeim forsendum að Greene hefði sýnt iðrun, og að ekki væru fordæmi fyrir því að meirihluti skipti sér af nefndaskipan minnihluta í deildinni. Sögðu demókratar hins vegar að orðum yrði að fylgja ábyrgð.