Rebecca Breeds leikur Clarice Starling.
Rebecca Breeds leikur Clarice Starling. — AFP
Endurkoma Clarice nefnist nýr framhaldsþáttur sem frumsýndur verður í Bandaríkjunum síðar í mánuðinum.
Endurkoma Clarice nefnist nýr framhaldsþáttur sem frumsýndur verður í Bandaríkjunum síðar í mánuðinum. Þar er hermt af hinum unga alríkislögreglumanni Clarice Starling sem við kynntumst svo eftirminnilega í kvikmyndinni Silence of the Lambs fyrir þrjátíu árum. Það er Rebecca Breeds sem leysir Jodie Foster af hólmi en þráðurinn er tekinn upp ári eftir að Starling bjargaði Catherine Martin úr kjallaranum hjá hinum alilla raðmorðingja Buffalo Bill. Að þessu sinni fær hún fyrirmæli frá móður Catherine, Ruth Martin dómsmálaráðherra, sem Jayne Atkinson leikur, um að rannsaka þrjú morð. Hannibal Lecter er enn þá á sveimi en Starling þarf ekki að búast við símtali frá honum í nýju þáttunum – vegna flókinna sjónvarpsréttindamála.