Teikningarnar sem skreyta skýrslu um 1. áfanga borgarlínunnar segja sitt um það raunsæi – eða skort á raunsæi – sem háð hefur þessu verkefni allt frá fyrstu stigum þess. Teikningarnar bera það með sér að verið er að hanna samgöngukerfi fyrir borg sem er á allt annarri breiddargráðu en höfuðborg Íslands. Á myndunum eru flestir mjög léttklæddir, á stuttermabolum, stuttbuxum eða í mesta lagi léttum jökkum. Enginn er dúðaður í þykka úlpu, húfu og vettlinga og veðrið er alltaf óaðfinnanlegt.

Teikningarnar sem skreyta skýrslu um 1. áfanga borgarlínunnar segja sitt um það raunsæi – eða skort á raunsæi – sem háð hefur þessu verkefni allt frá fyrstu stigum þess. Teikningarnar bera það með sér að verið er að hanna samgöngukerfi fyrir borg sem er á allt annarri breiddargráðu en höfuðborg Íslands. Á myndunum eru flestir mjög léttklæddir, á stuttermabolum, stuttbuxum eða í mesta lagi léttum jökkum. Enginn er dúðaður í þykka úlpu, húfu og vettlinga og veðrið er alltaf óaðfinnanlegt.

Þá vekur athygli að enginn þeirra sem í draumsýn skýrsluhöfunda ætlar að ferðast með borgarlínunni þarf að hafa meðferðis annað en í mesta lagi handtösku. Það er enginn klyfjaður innkaupapokum í slagviðri eða snjókomu, líkt og þeir sem búa utan þessarar hliðarveraldar þekkja allt of vel.

Myndir af þversniðum gatnanna segja líka mikla sögu um raunsæi hugmyndarinnar. Nú ferðast 4% með strætó og hefur sú tala ekki hækkað þrátt fyrir milljarðaaustur síðastliðinn áratug eða svo. Borgarlínuverkefnið gerir ráð fyrir að þessi hópur þrefaldist vegna nýju vagnanna og verði 12% af heildinni.

Af breidd götunnar á borgarlínan hins vegar að fá nær þrefalt meira vægi, eða um 35%. Fjölskyldubílar, sem standa undir um 3/4 ferðanna, fá hins vegar innan við fjórðung götubreiddarinnar.

Og einungis í fyrsta áfangann af þessum ósköpum á að eyða tugum milljarða króna.