Börn Tölur um ofbeldi og vanrækslu voru yfir meðaltali í fyrra.
Börn Tölur um ofbeldi og vanrækslu voru yfir meðaltali í fyrra. — Morgunblaðið/Eggert
Börnum sem búa við slæmar aðstæður hérlendis hefur fjölgað, að sögn Heiðu Bjargar Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu. Tilkynningar vegna ofbeldis gegn börnum voru 25,3% fleiri í fyrra en árið 2019.

Börnum sem búa við slæmar aðstæður hérlendis hefur fjölgað, að sögn Heiðu Bjargar Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu.

Tilkynningar vegna ofbeldis gegn börnum voru 25,3% fleiri í fyrra en árið 2019. Heiða Björg segir að um sé að ræða „rosalega fjölgun“.

Í nóvember einum voru tilkynningar um ofbeldi gegn börnum 138 talsins. Þær hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði. Þá hefur öðrum tilkynningum til barnaverndarnefnda einnig fjölgað gríðarlega að sögn Heiðu Bjargar.

Í nóvembermánuði bárust Barnaverndarstofu alls 1.144 tilkynningar vegna 922 barna en í desember voru tilkynningarnar 1.077 og vegna 889 barna. „Þetta staðfestir þann grun okkar að Covid-ástandið hefur haft töluverð áhrif á aðstæður barna. Það verða alltaf sveiflur á milli mánaða en í fyrra vorum við alltaf með tölur um ofbeldi og vanrækslu yfir meðaltali,“ segir Heiða Björg. 2