Christopher Plummer
Christopher Plummer
Greint var frá því í gær að kanadíski Óskarsverðlaunahafinn Christopher Plummer hefði látist á heimili sínu í Connecticut-ríki. Hann var 91 árs gamall. Plummer starfaði sem leikari í sjö áratugi og vann til fjölda leiklistarverðlauna á löngum ferli.

Greint var frá því í gær að kanadíski Óskarsverðlaunahafinn Christopher Plummer hefði látist á heimili sínu í Connecticut-ríki. Hann var 91 árs gamall. Plummer starfaði sem leikari í sjö áratugi og vann til fjölda leiklistarverðlauna á löngum ferli.

Plummer er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Georg von Trapp höfuðsmaður í Tónaflóði , en hann hlaut Óskarinn árið 2010 sem besti leikari í aukahlutverki fyrir myndina Beginners. Varð hann þar með elsti leikarinn til að hljóta Óskarsverðlaun.