Ný sýning, Halló geimur, hefst um helgina í Listasafni Íslands. Vegna fjöldatakmarkana sem miðast við 20 manns verður ekki boðið til formlegrar opnunar en þess í stað opið hús um helgina, 6. og 7. febrúar.
Ný sýning, Halló geimur, hefst um helgina í Listasafni Íslands. Vegna fjöldatakmarkana sem miðast við 20 manns verður ekki boðið til formlegrar opnunar en þess í stað opið hús um helgina, 6. og 7. febrúar. Sýningunni er ætlað að höfða sérstaklega til yngstu gesta safnsins og forráðamanna þeirra. „Fjarlægar víðáttur í óendanlegum alheiminum hafa frá upphafi verið manninum hugleiknar og í aldanna rás hafa listamenn túlkað og tekist á við hugmyndir sínar um geiminn og miðlað þeim með fjölbreyttum hætti,“ segir um sýninguna í tilkynningu og að á henni sé skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneigninni.