Meistarar Valur er Reykjavíkurmeistari kvenna árið 2021 eftir sigur á Fylki í gær. Elísa Viðarsdóttir tekur við sigurverðlaunum Valskvenna í gær.
Meistarar Valur er Reykjavíkurmeistari kvenna árið 2021 eftir sigur á Fylki í gær. Elísa Viðarsdóttir tekur við sigurverðlaunum Valskvenna í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Valur tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitil kvenna í fótbolta með 2:0-sigri á Fylki á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gærkvöldi. Bæði mörk Vals komu í seinni hálfleik og þau gerðu Diljá Ýr Zomers á 56. mínútu og Elín Metta Jensen á 83. mínútu.

Valur tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitil kvenna í fótbolta með 2:0-sigri á Fylki á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gærkvöldi. Bæði mörk Vals komu í seinni hálfleik og þau gerðu Diljá Ýr Zomers á 56. mínútu og Elín Metta Jensen á 83. mínútu.

Liðin voru einnig í harðri baráttu um Reykjavíkurmeistaratitilinn á síðasta ári og þá hafði Fylkir betur og má segja að Valur hafi komið fram hefndum. Yfirburðir Vals í keppninni hafa verið miklir síðasta rúma áratug en liðið hefur orðið Reykjavíkurmeistari tólf sinnum á síðustu fjórtán árum.

Næst á dagskrá á undirbúningstímabilinu er Lengjubikarinn, deildabikarinn. Valur mætir ÍBV 14. febrúar næstkomandi á Origo-vellinum og tveimur dögum fyrr mætast Fylkir og FH í Egilshöllinni.

*Sömu félög mætast síðan í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í dag en sá leikur fer fram á Würth-velli Fylkis klukkan 15.