Kraftur er með átak um þessar mundir sem gengur undir heitinu „Lífið er núna“ en Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur þess.
Kraftur er með átak um þessar mundir sem gengur undir heitinu „Lífið er núna“ en Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur þess. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, ræddi við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum um átakið og hvernig krabbamein hefur áhrif á ungt fólk. Hulda segir slagorðið vera möntru í félaginu enda gerist það oft þegar fólk greinist með lífsógnandi sjúkdóm að það fari að hugsa um það hvað virkilega skipti máli í lífinu og minni það á að lífið er núna. Viðtalið við Huldu má nálgast í heild sinni á K100.is.