Flautusveit Aulos Flute Ensemble.
Flautusveit Aulos Flute Ensemble.
Aulos Flute Ensemble heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Hofi á morgun, sunnudag, kl. 17.

Aulos Flute Ensemble heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Hofi á morgun, sunnudag, kl. 17. „Það er með mikilli eftirvæntingu sem Aulos heldur

norður enda hafa margir fyrirhugaðir tónleikar hópsins verið felldir niður vegna heimsfaraldursins. Til að mynda varð ekkert af tónleikaferð Aulos til Tókýó í Japan sem var á dagskrá í mars á síðasta ári. Það er þó enn ferðahugur í Aulos og mætir hópurinn með

tvö glæný verk til frumflutnings fyrir Akureyringa, eftir þá Oliver Kentish og Harald V. Sveinbjörnsson. Að auki verða leikin verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Kolbein Bjarnason, Steingrím Þórhallsson og Fabio Mengozzi sem skrifuð voru fyrir Aulos,“ segir í tilkynningu og að einnig verði leikin ein af perlum flautusamspils, Flutes en vacances, Flautur á ferðalagi, eftir J. Castéréde.