Óvænt úrslit Vignir Vatnar sigraði Hjörvar Stein í 7. umferð.
Óvænt úrslit Vignir Vatnar sigraði Hjörvar Stein í 7. umferð. — Morgunblaðið/Ríkharður Sveinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Skákþing Reykjavíkur 2021 tók óvænta stefnu sl. sunnudag er Vignir Vatnar Stefánsson lagði stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson að velli í frábærri baráttuskák þeirra og komst þar með í efsta sætið ásamt Guðmundi Kjartanssyni.

Skákþing Reykjavíkur 2021 tók óvænta stefnu sl. sunnudag er Vignir Vatnar Stefánsson lagði stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson að velli í frábærri baráttuskák þeirra og komst þar með í efsta sætið ásamt Guðmundi Kjartanssyni. Hjörvar hafði áður tekið ½ vinnings yfirsetu og var því skyndilega kominn í 3. sæti. Allir unnu þeir sl. miðvikudagskvöld og er staða efstu manna fyrir lokaumferðina þessi: 1.-2. Vignir Vatnar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson 7 v. (af 8) 3. Hjörvar Steinn Grétarsson 6½ v.

4.-9. Arnar Milutin, Davíð Kjartansson, Stephan Briem, Gauti Páll Jónsson, Pétur Pálmi Harðarson og Mikael Jóhann Karlsson 5½ v.

Í gærkvöldi fór lokaumferðin fram og þá mættust Guðmundur og Vignir Vatnar í hreinni úrslitaskák.

Hér fylgir viðureign Vignis Vatnars við Hjörvar Stein sem áður hefur reynst Vigni erfiður:

Skákþing Reykjavíkur 2021; 7. umferð:

Vignir Vatnar Stefánsson – Hjörvar Steinn Grétarsson

Tísku-byrjun

1. d4 d6 2. e4 g6 3. Rc3 Bg7 4. f4 a6 5. Rf3 b5 6. Bd3 Rd7

Afbrigði kennt við Svíann Tiger Hillarp.

7. a4 b4 8. Re2 c5 9. c3 Hb8 10. O-O bxc3 11. bxc3 Rgf6 12. e5 Rd5 13. Be4 e6 14. exd6 Bb7 15. Re5 cxd4 16. Dxd4!

Hvítur hefur teflt byrjunina vel og á mun betri stöðu. En baráttan er samt rétt að hefjast.

16. ... O-O 17. c4 Rg4 18. Hb1 Rc6 19. bxc6 Bxc6 20. Be3 Hxb1 21. Hxb1 Da8!

Vel leikið. Svartur skapar sér færi eftir hornalínunni.

22. Hb2?! Bxg2 23. c5 Bc6 24. Dc3 Rf6?

Hann gat hirt peðið á a4 með góðri stöðu. Eftir uppskipti á e5 hefur svartur náð að skorða peð hvíts.

25. Bd4 Bxa4 26. Da5 Bc6 27. Hb6 Bf3 28. Rc3 Rd7 29. Hxa6 Bxe5 30. fxe5 Db8 31. Kf2 f6?

Fyrstu alvarlegu mistök svarts. Eftir 31. ... Bb7 er staðan í jafnvægi.

32. exf6 Bb7 33. Ha7 e5 34. Be3 Rxf6?! 35. Ke1!

Kóngurinn er tiltölulega öruggur þarna.

35. ... Dc8 36. Dc7 Dh3

37. Dxb7?

Hann gat unnið strax með 37. Hxb7! Dxe3+ 38. Re2 Dh6 39. d7 o.s.frv.

37. ... Dxe3+ 38. Re2 Dh6 39. Ha8 Dh4+ 40. Kd1 Hxa8 41. Dxa8+ Kf7 42. Da7+?

Nákvæmara var 42. Da2+! – til að halda kónginum frá.

42. ... Ke6 43. De7+ Kd5 44. Rc3+ Kc4 45. Dxe5 Rg4 46. De2+ Kxc3 47. Dd2+ Kb3 48. d7

För frípeðsins má stöðva en til þess er aðeins ein leið.

48. ... Dh3?

Eina vörnin að mati „vélanna“ er fremur fjarstæðukennd, 48. ... Rf2+ 49. Ke2 Rh3! og staðan er jafntefli, t.d. 50. d8(D) Dg4+ 51. Ke3 Df4+ 52. Kd3 Dc4+ o.s.frv.

49. Dc2+ Ka3 50. Dc2+ Ka3 51. Dc1+ Kb3 52. Dc2+ Kb4 52. Db2+ Kc4 54. De2+ Kc3 55. d8(D)

- og svartur gafst upp.

Tvöfaldur hollenskur sigur í Wijk aan Zee

Fulltrúar Hollendinga, Jorden van Foreest og Anish Giri , brutu blað í sögu stórmótsins í Wijk aan Zee sem lauk um síðustu helgi. Þeir deildu efsta sætinu eftir magnaðar lokaumferðir. Aldrei fyrr hefur það gerst í meira en 80 ára sögu þessarar miklu skákhátíðar. Þeir hlutu báðir 8½ vinning af 13 mögulegum og eins og gert hefur verið undanfarin ár tefldu þeir nokkrar hraðskákir um sigurvegaratitilinn. Eftir tvær skákir var staðan jöfn en í þeirri þriðju féll Giri á tíma með gjörunnið tafl þannig að hinn 21 árs gamli landi stóð uppi sem sigurvegari mótsins. Í 3.-5. sæti urðu Esipenko, Caruana og Firouzsja með 8 vinninga og Magnús Carlsen varð í 6. sæti með 7½ vinning.

Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)

Höf.: Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)