Prestbakkakirkja
Prestbakkakirkja — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 9.30. Athugið breyttan tíma – klukkan hálftíu. Gunnbjörg Óladóttir guðfræðingur og séra Sigurður Jónsson leiða samverustundina. Fermingarbörn aðstoða. Kaffisopi og djús í Ási á eftir.
ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 9.30. Athugið breyttan tíma – klukkan hálftíu. Gunnbjörg Óladóttir guðfræðingur og séra Sigurður Jónsson leiða samverustundina. Fermingarbörn aðstoða. Kaffisopi og djús í Ási á eftir. Tveggja metra regla og grímuskylda í gildi.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinu, Steinunnar og Þorbjargar.

DÓMKIRKJAN | Alla þriðjudaga er bæna- og kyrrðarstund í hádeginu. Tíðasöngur á fimmtudögum kl. 17 með séra Sveini Valgeirssyni. Á sunnudögum er Dómkirkjan opin klukkan 11-12 og virka daga 10-14. Gott að koma í kirkjuna og njóta í íhugun og bæn. Virðum fjöldatakmarkanir og sóttvarnatilmæli.

GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 7. febrúar verða í boði tvær altarisgöngur. Sú fyrri verður kl. 11 en sú seinni kl. 12. Fylgt verður öllum sóttvarnareglum og er nauðsynlegt að skrá sig áður. Það er hægt að gera á netfanginu grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is. eða í síma 587-9070.

Gott er að koma með sinn eigin bolla eða glas. Prestar kirkjunnar þjóna. Organisti er Hákon Leifsson.

Sunnudagaskólinn verður í streymi kl. 11. Umsjón með honum hafa Ásta Jóhanna Harðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir.

GRENSÁSKIRKJA | Sameiginlegt barnastarf Fossvogsprestakalls í Bústaðakirkju kl. 11. Helgistundir og hugleiðingar á netinu. Kyrrðarstund í Grensáskirkju kl. 12 á þriðjudag, núvitundarstund á fimmtudag kl. 18.15.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Orgelandakt við kertaljós kl. 11. Sr. Sighvatur Karlsson þjónar og Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel. Minnt er á fjöldatakmarkanir og grímuskyldu fyrir 16 ára og eldri.

KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson leiðir stundina. Lenka Mátéová kantor kirkjunnar sér um tónlistarflutning. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

NESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá sr. Steinunnar A. Björnsdóttur og Ara Agnarssonar. Gengið er beint inn í safnaðarheimilið.

Helgistund í kirkjunni kl. 11 í umsjá sr. Skúla S. Ólafssonar. Steingrímur Þórhallsson leikur á orgel. Gengið er beint inn í kirkjuna um aðaldyr.

Sóttvarnareglum verður fylgt. Spritt er á staðnum, fjarlægðarmörk haldin og hámark 20 fullorðnir og 50 börn á hvorri stund.

SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund í streymi á facebook-síðu Seltjarnarneskirkju á Biblíudaginn kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor og gídeonmaður, flytur hugleiðingu. Eygló Rúnarsdóttir syngur. Margrét Albertsdóttir og Guðmundur Einarsson lesa ritningarlestra. Ingólfur Ármannsson gídeonmaður les bænir. Tæknimaður er Sveinn Bjarki Tómasson. Bænastund í streymi á facebook-síðu Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 10. febrúar kl. 12.